Leita í fréttum mbl.is
Embla

Jóhann próki og minningarsjóđurinn

ErfđaskráJóhann Jóhannesson kaupmađur (1870-1914), ţekktur sem Jóhann próki, kemur viđ sögu í vćntanlegri bók minni um Eggert Claessen. 

Einhverjir muna kannski eftir skemmtilegri umfjöllun Illuga Jökulssonar í útvarpinu í sumar, ţar sem raktar voru deilur Jóhanns og Jónasar frá Hriflu um bókaútgáfu hans. Jóhann var lćrđur skósmiđur en eftir ađ hann fluttist til Reykjavíkur um 1904 sneri hann sér ađ fasteignaviđskiptum og lánastarfsemi og auđgađist verulega af ţeim. Samhliđa gaf hann út bćkur ađ alţýđusmekk og uppskar fyrir ţađ hneykslun og reiđi margra menntamanna sem töldu hann spilla bókmenntasmekk fólks međ reyfurum og ástarsögum. 

Um Jóhann hefur ţví miđur ekkert nćgilega heildstćtt veriđ skrifađ, en sagan um minningarsjóđinn sem hann stofnađi haustiđ 1914 til ađ reisa gamalmennahćli hefur ţó oft veriđ rakin. Heimildir ţćr sem menn hafa notađ fram ađ ţessu hafa mestmegnis veriđ blađaskrif. Ofan á ţađ hafa menn síđan byggt ýmiss konar sögusagnir, misáreiđanlegar.Jóhann próki

Í skjalasafni Eggerts Claessen, sem bók mín er byggđ á, eru fjölmörg gögn sem varpa nýju ljósi á margt í sögu Jóhanns próka. Fleira er ţar en ég gat notađ viđ bókarskrifin og bíđur ţađ frekari úrvinnslu.

Tengslin viđ Eggert skýrast af ţví ađ Jóhann var vinnur Claessen-fjölskyldunnar frá ţví ađ hann starfađi sem skósmiđur á Sauđárkróki, ţar sem Eggert ólst upp. Haustiđ 1914 leitađi hann til Eggerts, sem rak lögmannsstofu í Reykjavík, og bađ hann um ađ annast sín mál, ţám minningarsjóđinn. Ţegar ţau mál voru komin í höfn fyrirfór Jóhann sér. Aldrei reis gamalmennahćliđ og í bókinni er greint frá ţví hvers vegna svo fór og hvađ varđ um peningana og eignirnar sem hann gaf.

Myndin sem fylgir er af Jóhanni og bréfiđ efst er upphaf erfđaskrár hans eđa fyrirmćlabréfs sem Eggert fékk í hendur.

 

 


Nýja bókin mín

Kápan LOKAŢađ styttist í útkomu nýju bókarinnar minnar, Claessen. Saga fjármálamanns. Kemur í nćsta mánuđi. Í kynningu á bókinni segir útgefandi, Forlagiđ/JPV: "EGGERT CLAESSEN (1877–1950) var einhver mesti áhrifamađur á Íslandi á fyrri hluta síđustu aldar. Hann var náinn samstarfsmađur og ráđgjafi frćnda síns Hannesar Hafstein og mágs síns Jón Ţorlákssonar, viđskiptafélagi Thors Jensen og Sturlubrćđra, og lögfrćđingur Einars Benediktssonar. Hann var einn helsti frumkvöđull Eimskipafélagsins, tók ţátt í hinu sögufrćga Milljónarfélagi og var lykilmađur í fossafélaginu Titan. Ţá var hann bankastjóri Íslandsbanka eldri í tćpan áratug. Sem framkvćmdastjóri Vinnuveitendasambandsins var hann andlit atvinnurekenda um árabil. Eggert var mikilsmetinn af samverkamönnum fyrir greind og dugnađ, en andstćđingar hans sáu hann sem „fjandmann fólksins“ og „höfuđpaur auđvaldsins“. Sagan sem sögđ er í ţessari bók byggist á umfangsmikilli rannsókn áđur óţekktra frumheimilda um störf hans og litríka ćvi ţar sem skiptast á skin og skúrir, gleđi og harmar, hamingja og mótlćti. Öllum steinum í sögu Eggerts er velt viđ og margt nýtt og óvćnt leitt í ljós um hann og samtíđ hans."


Útvarpsţing og önnur ţing

Ţing
 
Á fréttavef Morgunblađsins segir ađ Páll Magnússon hyggist bođa til opins útvarpsţings í vetur. Ţađ er gott ađ heyra. Stofnanir eins og Ríkisútvarpiđ sem eru reknar fyrir almannafé eiga ađ vera međ opna stjórnsýslu og hlusta á raddir fólksins.
 
Leyfi mér ađ rifja upp af ţessu tilefni ađ ţađ er ekki alveg nýlunda ađ hafa svona ţing um starfsemi ríkisstofnunar. Fyrir 20 árum efndum viđ til opins ţings um starfsemi Ţjóđminjasafnsins. Ţjóđminjaţing kölluđum viđ ţađ. Hér má lesa frásögn Morgunblađsins af ţinginu.
 
Á myndinni er Sveinbjörn Rafnsson prófessor, ţá formađur fornleifanefndar, í rćđustól. Ţarna í bakgrunni er merki safnsins sem einmitt var afhjúpađ á ţinginu, en ţađ varđ til ţetta sama ár, 1993, í opinni samkeppni sem fékk góđar viđtökur.

Reyndar hafa fleiri opinberar stofnanir efnt til opinna ţinga um starfsemi sína á allra síđustu árum, Árnastofnun til dćmis á ţessu ári. Og vafalaust einhverjar fleiri. Ţannig á ţađ líka ađ vera.

Neyđarleg villa um Viđey

Viđeyjarsíđa

Ég heyri stundum kvartađ yfir ţví ađ á fjölmiđlunum okkar sé varla sála sem muni fimm ár aftur í tímann, hvađ ţá lengra. Ţađ eru auđvitađ ýkjur. Sjálfur ţekki ég marga fjölmiđlamenn sem eru vel ađ sér í sögu og reyna ađ setja fréttirnar sem ţeir segja í samhengi eins og ţörf er á. 

En hitt er satt ađ minnisleysi eđa áhugaleysi um liđinn tíma, jafnvel ţann tíma sem flokkast undir 'samtíma', er stundum óţćgilega áberandi í fréttum og greinaskrifum fjölmiđla.

Verra er ţó ţegar stofnanir tapa minninu. Eitt hlutverk ţeirra er ađ gćta hefđanna og halda sögunni til haga.

Neyđarlegt dćmi um minnisleysi stofnunar er á vefsíđu Reykjavíkurborgar um Viđey. Ţar segir á forsíđu:

Frá ţví Reykjavíkurborg fékk Viđey ađ gjöf áriđ 1986 hefur ţar veriđ innt af hendi afar metnađarfullt starf međ áherslu á hinn mikla menningararf sem ţar er til stađar.

Í vor voru liđin 30 ár frá ţví ađ borgin keypti Viđey af ţáverandi eigendum og galt fyrir ţónokkra upphćđ. Kaupin urđu talsvert blađamál, ýmsum ţótti verđiđ of hátt. En ef marka má Viđeyjarsíđuna er borgin búin ađ gleyma ţví hvernig hún eignađist eyjuna! Líklega stafar ţetta af ţví ađ núverandi embćttismenn rugla saman 18. aldar steinhúsunum, Viđeyjarstofu og Viđeyjarkirkju, sem ríkiđ gaf borginni 1986, og svo eyjunni sjálfri međ allri sinni sögu, minjum og náttúru.

Ég hef oftar en einu sinni bent menningarmálaskrifstofu borgarinnar, sem fer međ málefni Viđeyjar, á ţessa villu. Ekki er ţetta nú samt leiđrétt.

Viđeyjarkaup


Hvađ er ţjóđmenning?

Um daginn voru menn eitthvađ ađ vandrćđast međ ađ skilgreina ţjóđmenningu á Alţingi. Ţví miđur var sú mćta kona Jóhanna Sigurđardóttir ekki í salnum, enda horfin af ţingi. En ţađ hefđi ekki vafist fyrir henni ađ skýra ţetta fyrir ţingheimi.

Ţjóđmenning er eitt af okkar fallegu og innihaldsríku orđum og ţađ merkir andleg og verkleg menning ţjóđar. Ţetta eru innihaldsrík orđ og ég veit ađ ţiđ getiđ tekiđ undir međ mér ađ fátt eđa ekkert er jafn mikilvćgt og andleg og verkleg menning og sterk sjálfsmynd einnar ţjóđar. Ţessir ţćttir eru í senn grundvöllur sjálfstćđis okkar og grundvöllur ţátttöku okkar í alţjóđasamfélaginu. Viđ verđum ađ hafa sterka sjálfsmynd til ţess ađ viđhalda menningu okkar og sjálfstćđi,

sagđi hún í rćđu á aldarafmćli Safnahússins viđ Hverfisgötu (nú Ţjóđmenningarhússins) ţegar hún var nýtekin viđ embćtti forsćtisráđherra í febrúar 2009.

Í rćđunni sem hér er vísađ til sagđi Jóhanna ennfremur: 'Ţađ er á tímum sem ţessum, tímum erfiđleika og mótlćtis, sem viđ sćkjum styrk okkar í ţessa grundvallarţćtti sem gera ţjóđ ađ ţjóđ og eru grundvöllur samstöđu og samkenndar.'

Ekki datt nokkrum manni í hug ađ saka Jóhönnu um 'ţjóđrembu' vegna ţessara orđa. Er ekki svolítill tvískinnungur í gangi um ţađ hverjir mega sýna ţjóđrćkni og hafa áhuga á ţjóđmenningu? Ekki laust viđ ţađ finnst mér.


Hvar er Guđríđur?

Gudrid

Fornkonan Guđríđur Ţorbjarnardóttir hefur á síđustu árum öđlast mikla frćgđ vegna (meintrar) Vínlandsferđar fyrir margt löngu og suđurgöngu í framhaldinu. Lengi vel skyggđu ţó ađrir vesturfarar á hana, Leifur heppni, Bjarni Herjólfsson og eiginmađurinn Ţorfinnur karlsefni. Líklega urđu ţáttaskil í seinni tíma sögu Guđríđar eftir ađ stytta af henni, sem Ásmundur Sveinsson gerđi, var sýnd á heimssýningunni í New York áriđ 1939. Eftir ţađ lá leiđin upp á viđ og nú má heita ađ  'Guđríđur hin víđförla' - eins og hún er jafnan nefnd - sé orđin ţekktust allra Ameríkufara miđalda.

Ţví miđur sneri Guđríđur aldrei aftur heim úr seinni för sinni til Ameríku. Hefur aldrei fengist viđhlítandi skýring á ţví hvađ gerđist. Ţetta var frumgerđ verksins, úr gifsi, um 3ja metra há. Ljósmynd af henni á sýningunni fyrir vestan 1939 er hér ađ ofan. Styttunni gaf Ásmundur nafniđ 'Fyrsta hvíta móđirin í Ameríku.'

Eftirgerđir verksins eru nokkar til; hér á landi, vestanhafs og hjá páfanum í Róm eins og frćgt varđ fyrir tveimur árum, en ţćr eru allar litlar.

Ásmundur var spurđur um stóru styttuna af Guđríđi í viđtali viđ Sigurđ A. Magnússon sem birtist í bókinni Steinar og sterkir litir. Svipmyndir 16 listamanna áriđ 1965. Hann svarađi:

Fyrir vestan er Fyrsta hvíta móđirin; hún er hjá Moses í New York. Hann fékk hana í gifsi fyrir heimssýninguna 1939 og bađ um ađ fá ađ halda henni. Ég veit ekki hvort hann ćtlađi ađ láta steypa hana í brons eđa hvađ fyrir honum vakti. Ég hef ekkert heyrt um hana í öll ţessi ár og hefđi gaman ađ vita hvađ um hana hefur orđiđ. Loftleiđamenn hafa áhuga á henni eftir ađ ţeir eignuđust sína Guđríđi Ţorbjarnardóttur og svo hafa Vestur-Íslendingar í Kanada áhuga á ađ fá hana í heimssýninguna í Montreal á nćsta ári. Ég á bara litla frummynd af henni og ţađ mundi taka mig tvö til ţrjú ár ađ gera hana aftur í fullri stćrđ. Ţess vegna vona ég ađ Moses hafi gifsmyndina enn undir höndum. Ţeir hjá Loftleiđum hafa lofađ ađ grennslast fyrir um ţetta vestra.

Hver var ţessi Moses sem Ásmundur nefnir? Ég býst viđ ađ ţarna sé átt viđ Robert Moses sem á ţessum tíma var yfirmađur almenningsgarđa í New York, frćgur mađur í sögu borginnar eins og lesa má um á Wikipediu. En hvađ gerđi Moses viđ Guđríđi? Steypti hann hana í eir eins og listamađurinn vonađist til? Gleymdist hún kannski í einhverju vöruhúsa borgarinnar? Eđa skemmdist hún í flutningum innan borgarinnar eftir ađ heimssýningunni lauk?

Mér finnst tími til kominn ađ viđ höfum upp á ţessari fallegu styttu eđa fáum ađ heyra sannleikann um örlög hennar. Einhvers stađar hljóta ađ vera heimildir um ţetta í borgarkerfinu í New York. Fyrirspurn sem ég hef sent hefur ekki veriđ svarađ, en kannski geta menn međ betri sambönd og sterkari stöđu fengiđ áheyrn og leyst gátuna. Tilraunarinnar virđi ađ minnsta kosti.

 


Voru víkingar á Íslandi?

Icelandic Vikings - kápaŢegar Ari fróđi skrifađi fyrstu Íslandssöguna snemma á 12. öld minntist hann ekkert á víkinga. Einkennilegt finnst sumum sem heyra talađ um Íslendinga sem mikla víkingaţjóđ.

Halldór Laxness var međal ţeirra sem hnaut um fjarveru víkinganna hjá Ara. 'Hann virđist ekki einu sinni kannast viđ orđiđ. Ef dćma skyldi eftir fróđleik sem í Íslendingabók er veittur virđast ekki líkur á ţví ađ nokkru sinni hafi veriđ víkingar á Íslandi. Víkingar eru innanstokksmunir úr sagnaskáldskap sem komst í tísku eftir daga Ara,' skrifađi Halldór eitt sinn.

Ţetta passar. Ţađ voru arftakar Ara í rithöfundastétt á Íslandi á 13. öld sem bćttu úr skorti á víkingum á íslensku bókfelli. Í konungasögunum eiga Noregskonungarnir Ólafur Tryggvason og Ólafur helgi Haraldsson fortíđ sem ungir víkingar og í liđi ţeirra eru Íslendingar.. Ýmsir kappar Íslendingasagna međ Egil Skallagrímsson í fararbroddi fara í víking og gera garđinn frćgan. Og mikil ćvintýri eru sögđ af víkingum í Fornaldarsögunum.

Hvađa heimildir um víkinga höfđu íslenskir lćrdómsmenn á 13. öld sem Ari fróđi hafđi ekki eđa kaus ađ sniđganga? Voru víkingar međal landnámsmanna Íslands? Voru menn frá Íslandi ţátttakendur í ránsferđum víkingum til Bretlands og meginlands Evrópu? Lifđu Íslendingar víkingalífi til forna?

Og hvađ merkir orđiđ 'víkingur'?  Hverjir voru víkingar? Í sögubókum er sagt ađ víkingaöldin í Evrópu hafi stađiđ frá ţví um 800 og fram til um 1070. Hvađ varđ um víkingana eftir ţann tíma?

Ţetta er nokkrar ţeirra spurninga sem ég fjalla um í litlu kveri á ensku sem er komiđ út og heitir Icelandic Vikings. Veröld gefur út. Ţađ kemur í búđir á morgun ef einhver skyldi vilja nćla sér í eintak.

 

 

 

 

 


Ólík viđhorf til fornkappa

Hér er hann Ingólfur okkar, landnámsmađurinn góđi, á Arnarhóli. Hann er sannarlega glćsilegur á ađ líta: íklćddur hringabrynju, á höfđi hans er stálhúfa og um mittiđ ber hann sverđ. Á vinstri hönd styđur hann sig viđ atgeir og á hćgri hönd viđ skjöld sem stendur upp viđ öndvegisbrík međ drekahöfđi.

Ingólfur á ArnarhóliSvona vildu menn hafa landnámsmennina og kappa sögualdar ţegar Einar Jónsson myndhöggvari gerđi líkneskiđ af Ingólfi fyrir hundrađ árum eđa svo. Ţetta voru snyrtilegir gaurar sem viđ gátum öll veriđ hreykin af.

Svo breyttust viđhorfin til fornkappanna smám saman. Halldór Laxness tók af ţeim mesta helgiljómann međ Gerplu, hinni frćgu skopstćlingu á Fóstrbrćđra sögu. En Halldór var ekki fyrstur íslenskra listamanna til ađ sýna 'frjálsrćđishetjurnar góđu' í öđru ljósi en viđtekiđ var. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari reiđ á vađiđ međ Fornaldarmanninum á Septembersýningunni í Listamannaskálanum áriđ 1951. Hér er mynd af honum. Ófrýnilegur er hann og vígalegur. Ćđi er hann ólíkur Ingólfi Einars Jónssonar á Arnarhóli. Ţótt ađeins sé um hálf öld á milli ţeirra í tíma er gapiđ á milli hugmynda listamannanna um fornöld og fornaldarkappa Íslendinga miklu breiđara.

SÓ Víkingur

 

 


Jóhanns Jónssonar minnst í Leipzig

Jóhann Leipzig

Jóhanns Jónssonar skálds frá Ólafsvík (1896-1932) var minnst í heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands til Leipzig í Ţýskalandi í gćr. Var minningartafla um hann sett á húsiđ nr. 14 viđ Körnerstrasse ţar sem hann bjó síđustu ćviár sín. Myndina tók Halldór Guđmundsson.

Jóhann var afabróđir minn í föđurćtt svo ţetta gleđur mig ađ vonum. Hann bjó í Leipzig frá 1921 til dauđadags 1932. Ţar orti hann mörg frćgustu ljóđa sinn og lagđi drög ađ verkum sem honum auđnađist ekki ađ ljúka. Hann var ađeins 36 ára gamall ţegar hann lést úr berklum. Hluti ljóđa Jóhanns hefur veriđ gefinn út, svo og nokkur bréf.

Fyrr á ţessu ári var upplýsingaskilti um ćvi Jóhanns og verk sett upp í Ólafsvík.

Bréf frá Jóhanni til afa Ţorsteins

 

Svo er hér önnur ljósmynd af minningarskildinum, tekin í gćr af Sigrúnu dóttur minni, sem dvelst í Leipzig um ţessar mundir:

 Leipzig

 

 

 


Um listamannalaun og frćđimannastyrki

Nú er talsvert rćtt um listamannalaun. Ég er eindregiđ hlynntur ţeim. Svo og starfsstyrkjum til sjálfstćtt starfandi frćđimanna. Og hvers kyns styrkjum til skapandi starfs á sviđi lista og mennta. Allt auđgar ţetta ţjóđfélagiđ. Veitir ekki af! Nútímaţjóđfélagiđ ţarf á ţessu ađ halda. Sannleikurinn er sá ađ ţetta er ekki mikil byrđi fyrir skattgreiđendur. Í raun eru ţetta smápeningar ţegar heildardćmi útgjalda hins opinbera eru skođuđ, vegin og metin.

Hitt er svo annađ mál ađ viđ höfum enn ekki fundiđ kerfi sem tryggir ađ úthlutun styrkja sé eingöngu fagleg og málefnaleg, laus viđ pólitík, klíkuskap, kunningjatengsl og ríkjandi stemmningu eđa viđhorf ţeirra sem ráđa ferđinni viđ úthlutun hverju sinni. Ţađ er sjálfsblekking ađ reyna ađ telja sér trú um ađ allt sé 100% faglegt á ţessu sviđi. Svo er ekki. En međan ekki er fundiđ upp betra kerfi en viđ búum viđ ţýđir ekki annađ en ađ sćtta sig viđ núverandi skipulag og vona ađ ţađ gagnist sem best. Og í stórum dráttum held ég ađ ţađ sé ađ skila ágćtum árangri.

Sjálfur hef ég í mörg ár veriđ sjálfstćtt starfandi viđ ritstörf. Ár eftir ár hef ég sótt um starfsstyrki í ţá sjóđi sem helst koma til greina og alltaf fengiđ synjun – síđast í gćr frá hinum nýja Starfslaunasjóđi sjálfstćtt starfandi frćđimanna. Sú synjun hefur ekki veriđ tilkynnt mér heldur fékk ég ađ lesa um hana á netinu – kurteislegt eđa hitt ţó heldur! Ég veit ekki hvađa sjónarmiđ hafa ráđiđ ferđinni ţegar mínum umsóknum hefur veriđ synjađ – ţađ er aldrei gefiđ upp.

En ţađ gleđur mig ađ mörg skemmtileg og áhugaverđ viđfangsefni njóta styrkja. Óska ég öllum sem fengiđ hafa náđ fyrir augum nefndanna til hamingju.

Nćsta síđa »

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon
gm@internet.is
Sept. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband